Commons:First steps/Contributing/is
Jump to navigation
Jump to search
Framlög á Wikimedia Commons
Outdated translations are marked like this.
Þegar þú deilir verkinu þínu á Wikimedia Commons með frjálsu leyfi, þá gefur þú öllum rétt til að nota, afrita, breyta og selja það (svo framalega að þeir fylgi leyfisskilmálunum).
Hvað er leyfilegt á Commons
Þú mátt hlaða inn verk sem þú hefur búið alfarið sjálf/ur. Í þessu innifelst myndir og myndbönd af:
- náttúrulegu landslagi, myndum, plöntum
- opinberum persónum og persónum sem eru myndaðar opinberlega (eingöngu með samþykki þeirra í sumum tilfellum, eftir svæðisbundnum lögum)
- nytsamleg eða hlutum sem eru ekki listrænir
Þú mátt einnig hlaða inn upprunalegum gröfum, kortum, skýringarmyndum og hljóðskrám.
Hvað er ekki leyfilegt á Commons
Commons leyfir ekki verk sem er búið til eða byggt á verkum annara – þar með talið myndum af því. Sjálfgefið er að þú getur ekki hlaðið upp verkum annara. Þetta innifelur efni eins og:
- einkennismerki
- CD/DVD hulstur
- myndir teknar í markaðskyni
- skjáskot af sjónvarpsþáttum, myndum, DVD-diskum og hugbúnaði
- teikningar af persónum úr myndasögum, sjónvarpi eða kvikmyndum - jafnvel ef þú teiknaðir þá sjálf/ur
- flestar myndir af netinu
- myndir af þér sem voru teknar af öðrum (höfundaréttarhafinn er persónan sem tók myndina nema work for hire)
Hinsvegar eru nokkrar undantekningar
- Þú getur hlaðið inn annara manna verkum ef höfundurinn hefur gefið leyfi til allra að nota, breyta og selja það - með því að gefa það út undir frjálsu leyfi. (Gakktu skugga um að gefa tengil á upprunann, þar sem leyfið er tilgreint.)
- Þú getur hlaðið inn verkum annara ef þau eru í almenningi (venjulega mjög gömul verk).
- Þú getur hlaðið inn þínum myndum af verkum í almenningi, eins og gömlum byggingum, styttum og listaverkum.